Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Bannfæring

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Allir hlutir nú ami þér,
af því að þú ert kominn hér
sökktu nú svartur niður;
ó þú helvízka hundspottið,
hafðu nú hverki ró né frið,
brenni þitt brjóst og kviður;
þú máttir ei við Mikael
sem molaði þína hausaskel;
hrepptu nú ætíð eilíft hel.