Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Biskupsvað og Gvöndarpollur

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Biskupsvað og Gvöndarpollur

Ásmundur[1] segir mér að á Þverá sé örnefni ýms sem draga nafn af Guðmundi biskupi Arasyni (góða). Heitir þar Biskupsvað sem Guðmundur biskup vígði; urðu oft slys á því vaði áður Guðmundur vígði það, en aldrei eftir það. Annað örnefni þar er Gvöndarpollur. Þar er nú þur dæld, en af nafninu má ráða að þar hafi verið vatn þegar biskup vígði hann. Hefir þar eflaust verið óhreint áður en hann fékk vígsluna, en nú ber ekkert á því.

  1. Líklega Ásmundur Gíslason á Þverá í Dalsmynni (d. 1876).