Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Fingraför Ólafs helga

Úr Wikiheimild

Einu sinni þar sem Ólafur konungur helgi var staddur gekk ungbarn frá knjám móður sinnar og slasaði sig. Tók hann þá barnið og kleip í læri þess með tveim fingrum og lagði það á að börn skyldu ekki þaðan frá gengið geta fyrir óstyrk og máttleysi fyrr en þeim aukist vit. En áður gengu þau sem lömb og folöld og öll önnur kvikindi strax frá móðurlífi. Oft sjást holur í lærum barna og eru það fingraför Ólafs konungs helga.