Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Flóin

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einu sinni heimsókti Óðinn Ólaf Tryggvason. Var hann þá í ferðamannslíki og settist á rúm Ólafs þar sem hann var háttaður. Var hann að tala við hann fram á nótt til þess Ólafur sofnaði. Ætlaði þá Óðinn að drepa hann, en í sama bili stakk fló Ólaf svo að hann vaknaði og rak þá Óðin á flótta. Síðan gaf Ólafur flónni þann kraft að hún skyldi geta stokkið allra kvikinda mest og forðað þannig lífi sjálfrar sín fyrir það sem hún hafði frelsað líf hans. Áður gat flóin ekki nema skriðið, en síðan hefir hún getað stokkið eins og kunnugt er.