Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Fróðastaðavað
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Fróðastaðavað
Fróðastaðavað
Þegar Guðmundur biskup fór yfir Hvítá í Borgarfirði drukknaði einn af mönnum hans í ánni. Vígði hann þá vaðið og mælti svo fyrir að engum manni skyldi þar framar berast á. Vaðið er enn á ánni og þykir jafnan hið farsælasta vað. Er það hjá Fróðastöðum, næsta bæ fyrir framan Síðumúla í Hvítársíðu, og heitir Fróðastaðavað. Ekki vita menn til að neinn maður hafi drukknað á vaði þessu síðan það var vígt og hefur þó margur farið þar voðalega yfir.