Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Fylgikona prestsins

Úr Wikiheimild

Það er sagt frá því um prest einn[1] að hann var mjög kvensamur og óvandur að fylgikonum. Eitt sinn var hann á ferð og mætti ókunnugum kvenmanni og spyr hana að heiti. Hún sagðist heita Hildur. Falaði prestur hana til fylgilags og var hún fús til þess og lagðist niður. Fann þá prestur á sér efasemi nokkra, gerir yfir henni krossmark og segir:

Miskunni mér mildur
meðan ég ligg þig, Hildur.

Sökk hún þar þá niður. Tók prestur síðan háttaskipti um kvennafarið.

  1. Ég hefi annaðhvort heyrt eða ímyndað mér að presturinn hafi verið í Húsavík. — J. N. [Hdr.]