Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Gamalt ævintýr eður fabel

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Sem Sankti-Pétur prédikaði við þann stóra sjó uppspurði hann þann fiski-Júða hvörs líki ekki hafði fundizt til fiskidráttar. Og eftir því hann vildi með öngvu móti við trú taka fór postulinn til fundar við þennan fiskikarl og vannst ekki á hann í fyrstu. Hann sagðist og miklu betri fiskimaður vera en Pétur hefði nokkurn tíma verið, og þó hann hefði fiska veitt þá skyldi hann aldrei sig veiða. Sankti-Pétur sagðist þó þar kominn til að reyna við hann um þetta. Og það varð um síðir að fiskikarl skyldi trú taka ef Sankti-Pétur kynni vinna hann í fiskadrætti. Og sem þeir komu á sjó og reyndu vann karl. Þá leysti Sankti-Pétur af öngul sinn og hnýtti hnút á enda taumsins og dró so fiska. Karlinn gjörði eins og dró líka so. Þá leysti Sankti-Pétur af hnútinn og dró sem áður. En sem fiskikarl vildi þar eftir breyta kom hann öngum fiski upp. So var hann til trúarinnar unninn.