Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Hví kolinn sé munnófríður
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Hví kolinn sé munnófríður
Hví kolinn sé munnófríður
Einhverju sinni gekk María Jesú móðir með sjóvarströndu og sá hvar lifandi koli lá í fjörunni. Hún mælti þá: „Þar liggur þú, fagur fiskur á sandi,“ en er hún mælti þetta þá skekkti kolinn til munninn á móti henni. Þá mælti hún: „Það læt ég um mælt að þú sért jafnan munnljótur héðan í frá.“ Og því er kolinn æ síðan munnófríður.