Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Hví rjúpan er loðfætt

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einhveru sinni áttu allir fuglar að vaða yfir eld og þá brann loðið eða fiðurhýjungur af fótum þeirra því þeir voru áður allir loðfættir sem enn nú er rjúpan. En það var henni til liðs og líknar að hún fór til Maríu meyjar og bað hana ásjár og kvaðst ei mega missa fótadúnsins þegar hún þyrfti að ganga úti í öllum mestu vetrarhörkum. María bað hana seta fót sinn í lófa sér; síðan fór hún fingrum um fætur henni og kvað hana nú ei saka mundi. Og svo vóð rjúpan eldinn sem aðrir fuglar og sakaði ekki, og því er hún ein fugla loðfættust.