Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Hví snúa hundar sér í hring?

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Hví snúa hundar sér í hring er þeir leggjast? Þegar frelsarinn umgekkst hér á jörðunni gjörði hann mörg tákn og kraftaverk sem hvergi finnast rituð. Einu sinni var hann á ferð í haglendi einu þar sem margir hjarðmenn voru með hjarðir sínar. Gengu sauðirnir illa hjá þeim. Tók þá lausnarinn grasvöndul og sneri saman milli handa sér. Skapaði hann þar hund til þénustu hjarðsveinunum.