Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Líkarfullur guð og góður

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Líknarfullur guð og góður“

Mælt er að sálmur þessi sé svo til kominn að sakamaður var til aftöku leiddur og hafði beðið að gefa sér líf. En er verið var að þinga um aftöku hans hné hann út af örendur; fannst sálmurinn á honum. Er það almenn trú að guð hafi tekið hann til sín fyrir bænarstað hans er þar að lúta og í sálminum standa.