Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Lýsing Jesú

Úr Wikiheimild

Þar hefir á þeim dögum látið sig sjá einn maður hver nú er enn til sem hefir stórmikinn og meir en mannlegan kraft og dyggðir, að nafni Jesús Christus, hvern heiðingjar kalla sannleiks spámann, en hans lærisveinar segja að hann sé guðs son. Þessi sami Jesús Christus uppvekur dauða og læknar alla sjúkdóma meðal fólksins. Hann er í meðallagi hár maður að vexti, hefir líflegt, mildilegt og vinsamlegt yfirbragð, og hver hann sér, sá má hafa lyst og kærleika til hans persónu, en þó bera ótta og hræðslu fyrir honum sem fyrir einum rósamlegum og alvarlegum réttvísum manni. Hans höfuðhár eru sem snemmvaxin hasselrót, er jafnt og bjart að ofanverðu, en neðanverðu er það hrokkið og sem krúsað og hangir að öxlum ofan; líka er hans hár aðskilið á höfðinu, eftir skikkan og siðvenju Nazareni. Hann hefir jafnbjart og klárt enni og eitt dægilegt yfirbragð á hverju enginn flekkur né hrukka kann að sjást né finnast. Hann er með rauðum farfa og hvítum að ásýnd eður lit hvar af hann er sérlega álitsgóður. Hans nasir og munnur er svo myndaður að það er óstraffanlegt, skeggið og hárið er eins litt, skeggið er í meðallagi sítt og er sundurdeilt og aðskilið. Yfirbragð hans er einfaldlegt sem á einum í meðallagi til aldurs komnum manni; hann hefir dægileg augu, klár og björt. Þá hann straffar og ógnar er hann hræðilegur, en nær hann huggar og áminnir er hann vinsamlegur. Hann heldur sig sem einum heiðurlegum og prýðilegum manni sómir vel. Aldrei hefir nokkur maður séð hann hlæja, en gráta hefir tíðum til hans sézt. Hans hendur og armleggir eru snillilegir og mjög prýðilegir. Í sínum orðum og munnræðum heldur hans sig alvarlega, stöðuglega og hæversklega, því hann er ei fljóttalaður. Hann er dægilegastur allra mannanna sona. – Finis.