Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Langidómur eða stóridómur

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Langidómur eða stóridómur

Það er eftirtektarvert hvernig kímnisögur hafa getað myndazt jafnvel af alvarlegustu hugmyndum um hefnd fyrir allt það illt sem maður aðhefst.

Á alþingi 1564 var samin dómssamþykkt sú sem hét langidómur eða stóridómur er lagði óhemjulega harðar refsingar við hverja eina holdlega yfirsjón (lauslæti). Það er sagt að allir þeir sem samþykkt þessa sömdu hafi orðið sekir á heimleiðinni af þingi í þetta sinn fyrir nokkurt lauslætisbrot svo að þeir hafi orðið hinir fyrstu sem hegnt var eftir þeirra eigin samþykkt. Einn þeirra sem átti mjög langt heim er sagt að hafi lagzt með vinnukonu sinni undireins og hann var heim kominn; hafi þá kona hans komið að honum og sagt við hann góðlátlega: „Á hefur þér legið núna, Bjarni minn.“

Það er athugandi að enginn af þeim 24 mönnum sem samið hafa stóradóm og taldir eru upp framan við hann er nefndur Bjarni.