Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Nízka konan
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Nízka konan
Nízka konan
Saga af nízku konunni sem fátæka konan kom til og bað um góðgjörð. Sú ríka sagðist ekki hafa hentugheit til þess og sagði að hinni hefði verið betra að eiga færri börnin, en vera birgari af efnum handa sjálfri sér, og sagðist hafa getað átt nóg af börnum hefði hún viljað spilla hag sínum með því, og lét konuna fara svo búna. En þegar hún fór burtu óskaði hún að hin ætti eins mörg börn sem dagar væru í ári. Eftir það fór konan að verða þunguð og fæddi síðar jafnmörg börn sem dagar voru í ári, en þau voru svo smá að þau voru höfð í smáglösum til sýnis því það var virt fyrir tákn eða fyrirburð til viðvörunar.