Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Rauðmaginn, grásleppan og marglyttan

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Rauðmaginn, grásleppan og marglyttan

Einu sinni gekk Kristur með sjó fram og var sankti Pétur með honum. Kristur hrækti í sjóinn og af því varð rauðmaginn. Þá hrækti líka sankti Pétur í sjóinn og af því varð grásleppan. Djöfullinn gekk á eftir þeim með sjónum. Hann sá þetta og vildi nú ekki verða minnstur. Hann hrækti því í sjóinn og af því varð marglyttan.