Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Skrattinn fór að skapa mann

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
„Skrattinn fór að skapa mann“

Djöfullinn vildi ekki verða minni en guð, fór til og ætlaði að skapa mann. En sú tilraun fórst honum ekki hönduglega því í staðinn fyrir að skapa mann varð kötturinn úr því og þó vantaði á hann skinnið. Sankti-Pétur aumkvaðist þá yfir þessa sköpun og skapaði skinnið á köttinn sem hér segir:

„Skrattinn fór að skapa mann,
skinnlaus köttur varð úr því;
helgi Pétur hálpa vann,
húðina færði dýrið í.“[1]
  1. Aðrir (Norðlendingar) hafa vísuna þannig:
    „Skrattinn fór að skapa mann
    skringilega með hár og skinn
    andanum kom hann ekki í hann,
    úr því varð þá kötturinn.“
    [Enn hafa aðrir síðasta vísuorðið: „átti að heita Þórarinn.“]