Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Þrettándanótt

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Þrettándanótt

Þrettándanótt er og í mörgu merkileg sem fyrr er sagt. Þá segja flestir að kýr tali og að lið Faraós fari þá úr selshömunum og gangi á land, þó aðrir segi það sé á nýjársnótt. Þá heppnuðust og vel útisetur á krossgötum og allt eins miðsvetrarnóttina. Þrettándanótt var og haldin helg í Grímsey og víðar allt fram um 1849, hvað sem síðan er, af því hún samsvaraði jólanóttinni gömlu. Hún hefur og verið kölluð „draumnóttin mikla“ af því þá átti austurvegskónga að hafa dreymt um fæðing Krists og því eru allir þeir draumar merkilegastir og þýðingarfyllstir sem mann dreymir þrettándanótt.