Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Brúðkaupsveizla

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Brúðkaupsveizla

Snemma á þessari öld og fram undir miðja öld var lítið um skemmtanir í brúðkaupsveizlum. Ekkert „punsh“ var þá haft, heldur aðeins brennivín eins og vatnið; ekkert var vakað fram eftir á nóttunni, heldur fór hver heim til sín hér um bil strax. Til dæmis í veizlu einni sem haldin var 15. september 1830-40 fór fólk að tygja sig heim þegar fór að rökkva.