Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Fótagot

Úr Wikiheimild

Þann 16. febrúar 1847 fékk eg[1] svonefnt „fótagot“ á lávað minn í Grímsey. Daginn eftir sagði Ólafur gamli Stefánsson mér það vissi á ég fengi bráðum vænan hákall, „og hefir mér aldrei brugðizt hjátrú mín“, sagði Ólafur. – 19. febrúar fékk eg rétt vænan hákall á lávaðinn. – Í dag, 11. maí 1862, spurði eg gamla Svein Magnússon á Barði um fótagot. Hann sagði: „Ójá, þeir höfðu trú á því, gamlir menn, að þegar þeir fengi „fótadela“ þá fengi þeir vænan hákall á eftir“.

  1. Þ. e. sr. Jón Norðmann.