Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Hundar eiga fé

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Hundar eiga fé

Það er stundum siður smalamanna og annara er sauðfénaðar gæta að gefa smalahundinum lamb; þykir það ávallt vel heppnast. En er því er slátrað fær hundurinn einhvern bita af kindinni allt eftir því sem húsbóndinn er örlátur.

Þannig var hjá hjónum einum fyrir austan. Þau áttu einn hund mórauðan að lit, afbragð mesta við kindur. Þau gáfu honum kind eina og urðu hvívetna tvö höfuð á hverri skepnu undan henni. Arfleiddu þau svo hundinn. Þau voru rausnarmenn og góðgjörðasöm. En er þeim var þakkað báðu þau að þakka sér það ekki, heldur honum ríka Morsa.