Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Jólaskrá Beda prests

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Jólaskrá Beda prests

Ef fyrsti dagur januarii fellur á sunnudag þá verður spakur vetur staðvindasamur, þurrt sumar, heyskapur ríkulegur, vöxtur í nautum, kerlingadauði, nægð og friður. – Falli hann upp á mánudag. verður blandinn vetur og hvorkinlegur, gott vor, þurrt sumar, veðrátta vindsöm, heyskapur torsóttur, heilsa manna ýmisleg, býflugur deyja, tilburðir ske og sjást víða. – Á þriðjudag, þá verður vetur hríðviðrasamur, vorið regnasamt og stórviðrasamt, sumar þurrt, grasávöxtur meiri en í fyrstu sýndist áhorfast, krank(samt), höfðingjadauði, skipskaðar. – Á miðvikudag, verður vetur harður og óhollur, vorið þurrt og vindasamt, sumar hagkvæmt, heyskapur mikill og erfiður, ávöxtur jarðar góður, ungra manna dauði, erfiðar sjóferðir, – Á fimmtudag, verður vetur breytilegur, vorið gott, sumar þurrt, heyskapur í góðri nægð, höfðingjar og voldugir deyja. – Á föstudag, þá verður vetur breytilegur, vorið gott, sumar þurrt og gott, ríkulegur heyskapur, nægð korns og ávaxtar …… fjárdauði. – Falli hann á laugardag, verður vetur ................ svo að sauðfé farast .... þá deyja gamlir menn. ....