Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Jónsmessa

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Jónsmessa

Jónsmessa hefur lengi verið höfð í hávegum, en úr helgidagatölu var hún tekin með kóngsbréfi 26. október 1770. – Þó var Jónsmessunóttin í öllu meiri metum til forna en dagurinn á eftir, því hún þótti bezt fallin til að fá sér bæði kraftagrös og náttúrusteina. Þá nótt er og döggin svo heilnæm að hver sá sem veltir sér ber í henni verður alheill sjúkleika síns hvað sem að honum gengur. Sömu nótt hafa og heppnazt vel útisetur á krossgötum.