Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Netaský eða netþykkni

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Þegar netaský eða netþykkni er á himninum er sankti María að breiða ullina sína. Ef netþykknið stendur yfir heila nótt eða lengur er viss von á góðu veðri, en sjái menn það að María láti í svip taka ullina saman, því hún á nógum á að skipa, eða með öðrum orðum að netaskýin hverfi af himninum, þá er von veðrabrigða og er bezt að taka þá ráð sín í tíma því María veit jafnlangt nefi sínu með veður sem annað.