Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Sumardagurinn fyrsti

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Sumardagurinn fyrsti hefur lengi verið talinn með hátíðum hér á landi enda var messað á hann þangað til tilskipunin 29. maí 1744 afskipaði þá alla messugjörð eins og fyrsta vetrardag, heitdag Eyfirðinga (fyrsta þriðjudag í einmánuði) og á jólanóttina. En sumardagurinn fyrsti hefur verið og er enn mikill tyllidagur fyrir því; því þó lítið sé nú orðið eftir af þeirri venju að yngismeyjar fagni hörpu sem áður er sagt gera húsbændur það því dygglegar með því að þeir bæði halda svo ríflega til hjúa sinna í mataræði þann dag sem þeim er auðið og eins tíðkast það enn víða að þeir gefa öllum heimamönnum gjafir og heimamenn einnig oft hvor öðrum og jafnvel húsbændunum aftur. Það heita „sumargjafir“.