Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Um merki á komandi tungli

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1864) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Um merki á komandi tungli

1.

Nýtt tungl þegar nokkuð sjáið,
nýtri forsögn glöggt að gáið;
sést það hvítt á lofti ljóma,
logn björt niðri af því koma;
rautt ef þykir það tilsýndar,
þá blása oft á því vindar.

2.

Fölt og bleikt ef finnst það vera,
fjúkskemmd vill það opinbera;
prímið dökkt um horn ef hittir,
hreggviðri þá nærri kvittir.

3.

Fárnætt glæst sem gull ef ljómar,
geysiveður í nánd rómar;
svart um mittið ef það skoðar,
alla tíð þess bezta boðar;
mánuð fyrsta fjúk ef sendir,
fylgir fram til þess það endir.

4.

Tunglið rauða vottar vind,
vætan bleikju þýðir,
skin nýtt með skærri mynd,
skírviðri það þýðir.

5.

Með tunglkomu trú þú það
og tem þér gætni slíka:
veðrabrigða von er að
víst að fullu líka.