Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Vísur um vindinn
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Vísur um vindinn
Vísur um vindinn
1.
- Á jólanótt ef blæs veður
- andlát valdsmanna þá skeður;
- aðra nótt ef verður vindur
- vill gróður lítt gleðja kindur;
- þriðju nótt ef veður þylja,
- vill kónga við heiminn skilja;
- fjórðu nótt ef fram gýs andi,
- ferlegt hungur varð í landi.
2.
- Fimmtu nótt ef fram hljóp þytur
- fram sté margur í menntum vitur;
- sjöttu nótt ef sendist bylur
- sælu gæða jörð ei hylur;
- sjöundu nótt með gust metur
- meðalár var ei betur;
- áttundu nótt ef gengur gola,
- gamalmenni andlát þola;
- níundu þá nótt vill blása
- nóg mun landfarsótt rása.
3.
- Tíundu nótt teikna stormar,
- tjón á gripum ár það formar;
- elleftu nótt ef varð glaður,
- undri niður deyr fénaður;
- tólftu nótt hvur tér með kvíða
- takist stríð í löndum víða.