Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kreddur/Veðurspá með milti

Úr Wikiheimild

Til þess að vita hvernig viðrar á vetrum er gott að taka nýtt kindarmilti, skera í það átta samsíða þverskurði og leggja það svo einhverstaðar þar sem enginn nær í það. Þannig skal það liggja heilan dag. Þegar menn svo skoða það eftir daginn skal nákvæmlega gæta að hvort skurðirnir hafi glennzt í sundur eða ekki. Ef þeir hafa glennzt í sundur verður góð veðurátta næsta vetur, en sé skurðirnir fast saman eins og þegar þeir voru skornir í miltið þá mun illa viðra.