Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Ekki bólar á Barða enn
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ekki bólar á Barða enn
Ekki bólar á Barða enn
Þessi málsháttur er sagt að sé svo til kominn að kona ein hafi drepið smalann sem Barði hét og súrsað hann í súrkjaraldi. Vissi þetta enginn maður. En um veturinn þegar hún var að skammta úr kjaraldinu var það eitt sinn eða oftar að hún sagði: „Ekki bólar á Barða enn.“ Þetta varð svo að málshætti.