Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Kaffilyktin
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Kaffilyktin
Kaffilyktin
Einu sinni var mamma[1] kaffilaus um vetrartíma. Þókti henni það leiðinlegt sem von var, en úr því var ekki hægt að bæta því að hvergi fékkst kaffi. Einu sinni segir hún upp úr eins manns hljóði við fólkið í baðstofunni: „Hvað er þetta? Hver er að brenna kaffi? Fjarskaleg kaffilykt er þetta!“ Fólkið fór að hlæja og sagði að það væri ekki óþesslegt að verið væri að fara með kaffi þegar hvergi væri kaffi að fá. Mamma lét það svo vera og talaði fátt um, en seinna um daginn kom maður að Felli utan úr Siglufirði og færði mömmu kaffi.
- ↑ Þ. e. Sigríður Ólafsdóttir Brim.