Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Kraftaskáld

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einu sinni komu karlmaður og stúlka sunnan af landi og gengu í kaupavinnu vestur í Húnavatnssýslu; þau voru trúlofuð. Stúlkan vistaðist um sumarið hjá bónda þeim er Þorsteinn hét, en maðurinn sem hét Jón vistaðist hjá öðrum. Um haustið fór stúlkan að heimta kaup sitt, en Þorsteinn vildi ekki gjalda henni eins mikið og um hafði verið samið í fyrstu; sagði að hún hefði verið hylskin og ónýt o. s. frv. Stúlkan kunni illa við þetta sem von var, fór til Jóns og bað hann að rétta hluta sinn hjá Þorsteini. Jón fór nú til Þorsteins og bað hann bæði með góðu og illu að ganga ekki bak orða sinna með kaupið; en Þorsteinn svaraði illu einu. Sagði þá Jón:

„Fyrir hrelling hringsfoldar,
handa mjalla viður,
þar sem fellur flóð í mar
fell þú elli niður.
Óma beðju af hrokkinn
..............
þarna er kveðjan, Þorsteinn minn,
þér að geðjast láttu.“

Sama haustið ætlaði Þorsteinn að fara yfir Húnaós niður við sjó, en drukknaði í honum.