Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Kross fyrir bæjardyrum
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Kross fyrir bæjardyrum
Kross fyrir bæjardyrum
12. júlí 1847 og aftur 10. júlí 1862 sagði móðir mín mér[1] frá því að það hefði ævinlega, einkum á fyrri árum, verið siður sinn um leið og hún lokaði bænum að krossa bæjardyrnar og hafa yfir versið að tarna úr Grallaranum:
- Blessa þú drottinn bæ og lýð,
- blessa oss nú og alla tíð,
- blessan þína oss breið þú á,
- blessuð verður oss hvíldin þá.
Þetta gerði hún til þess að ekkert illt skyldi komast inn í bæinn.
- ↑ Þ. e. sr. Jón Norðmann.