Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Leirulækjar-Fúsi svarar draug

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Leirulækjar-Fúsi svarar draug

Eitt sinn mætti Leirulækjar-Fúsi draug; sá orkti til Vigfúsar, en þá vísu hefi ég ekki heyrt. Þá orkti Vigfús þá stöku er draugurinn gat ekki svarað; hún er þannig:

„Askinn taskan ausuna taus,
– orðum gjöri ég brjála –,
spóninn flón af kvendi kaus,
komdú með skálina gála.“