Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Stök tala

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Stök tala

Árið 1847 heyrði ég[1] það um Ara bónda í Sandvík í Grímsey að hann hefði þá trú að hann mundi missa af fé sínu „ef það stæði ekki á stöku“ fjártala sú sem hann á vetur setur.

(Ekki kann ég víst að segja að þetta sé satt, en það sýnir þó að minnsta kosti hugsun manna um það. Ari býr enn (1862) í Sandvík. – Líkt má segja um Kristján á Básum, að ég ekki veit með vissu sann á um ufsann).

  1. Þ. e. sr. Jón Norðmann.