Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Víti nokkur

Úr Wikiheimild

Ekki má maður taka litunarmosa nálægt túni eða landareign því þá drepst bezta kýrin á bænum.

Ef maður lætur eitthvað frá sér sem maður vill aftur finna á að segja við hlutinn: „Mundu hvar ég læt þig,“ svo man maður allténd eftir honum.

Hver sá sem hefur sopið af pottbarmi getur ekki dáið nema potti sé hvolft yfir hann (aðrir: hinn sama pott) eða spunasnældur reistar upp í kross yfir honum og krækt saman hnokkunum, einnig að leggja rykkilín eða hökulinn yfir hann; því skal maður forðast að súpa á pottbarmi.