Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Varnir við draugum

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Varnir við draugum

Þegar menn eru í myrkri og halda að eitthvað óhreint sé í kringum sig er gott að leysa vind – því meira, því betra. Einnig er gott að leysa buxurnar og snúa aftari endanum undan golunni því að draugarnir hafa manninn ævinlega áveðurs til þess að þeir viti hvar hann er af lyktinni sem af manninum leggur; en þeir fælast ódauninn sem af honum leggur þegar hann leysir buxurnar. Gott er og að vísa draugnum niður í neðsta helvíti og rista sem mest á, því að þau bannfæringaryrði stenzt ekki draugsi. Einnig er það þjóðráð að blessa yfir honum í nafni þrenningarinnar því að það stenzt ekki draugurinn heldur. Þegar draugar ásækja menn í rúmi er bezta ráðið til að hafa þá burtu að kasta sturla sínum með öllu sem í honum er í þá átt sem draugurinn kemur frá (vanalega fram á gólfið); stenzt ekki djöfsi slíka sendingu og hypjar sig burtu hið fljótasta.