Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Veggjahljóð

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Veggjahljóð heyrist stundum í húsum og er það fyrir veðrabrigðum og kemur bráðum veður úr þeirri átt er það heyrist. Stundum heyrist mannslát úr þeirri átt (en þetta er veggjafluga).

Heyrist bresta í kirkju er einhver feigur inni; eins er ef heyrist bresta í baðstofu, heyrist mannslát eða þá einhver feigur.