Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Vikivakar

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Vikivakar

Eftir því sem réttorður og minnugur kvenmaður einn segir frá eftir gamalli konu sem hún þekkti fyrir fjörutíu árum vestur í Dýrafirði þá héldust lengi eftir menjar eins konar af vikivökum þar vestra sem móðir hinnar dýrfirzku konu kallaði „gleði“ og var haldin á Sæbóli í Dýrafirði; var þar dans stiginn um jólaleytið eftir viðlögum sem einn maður söng fyrir er gekk eftir vissum reglum um gólfið og var hann búinn mjög skrýtilega og skreyttur kvensilfri miklu sem hringlaði í við fótatak hans. Leikkvæðin voru með ýmsum brögum.

Athugasemd. Hin dýrfirzka kona sem fyrir rúmum fjörutíu árum, þá sjötug, sagði frá þessu mundi ekki sjálf gleði þessa, en heyrði móður sína ævargamla segja frá því að hún hefði verið í hennar ungdæmi. Sögukonan er nú rúmlega sextug.