Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðbætir/Villa Jóns á Felli

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Frá Felli í Sléttuhlíð eru beitarhús nokkuð langt suðvestan við bæinn; heitir það á Melkoti. Hóll einn hár er skammt austan við Melkot. Þar er heldur reimt.

Einu sinni var sauðamaður á Felli sem Jón hét, hugaður maður og sannsögull. Einu sinni þegar hann var á leið neðan af Melkoti í hríð villtist hann svo hroðalega að hann kom þrisvar sinnum í röð á áðurnefndan hól. Maðurinn var gagnkunnugur leiðinni af beitarhúsunum og heim og vissi að allt myndi ekki vera með felldu, og þegar hann kom í fjórða sinn á sama hólinn tók hann það til ráðs að hann labbar upp á hólinn og fer á seturnar. Síðan hélt hann af stað og komst þá rakleitt heim.