Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Ærsíða og Hryggur

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Ærsíða og Hryggur

Margar eru slíkar sögur fleiri um jarðir sem sagt er að hafi verið seldar fyrir eitt einasta stykki af kindum o. s. frv. og verið síðan kenndar við stykkin sem fyrir þær fengust, þannig er t. a. m. Ægissíða í Húnavatnssýsu og í Rangárvallasýslu, og eigi þeir bæir síðan að heita réttu nafni Ærsíða. Eins er með Hrygg í Flóa að sagt er að fyrir þá jörð hafi verið gefinn uxahryggur í harðindaári.