Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Ólöf ríka á Skarði

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Ólöf ríka á Skarði

Á Skarði á Skarðsströnd eru til örnefni frá síðari öldum, en þó helzt frá tíð Ólöfar ríku Loftsdóttur og Björns Þorleifssonar er vóru uppi á 15. öld. Fyrir handan ána gegnt bænum lét Ólöf gjöra skála og setti þar hina ensku menn sem hún hafði tekið fangna í hefnd eftir Björn bónda sinn sem enskir drápu í Rifi; hélt hún þá sem þræla og lét þá hlaða garð kringum allt túnið á Skarði; síðan heitir þar á Manheimum. Suma af þeim er sagt hún hafi látið höggva á Axarhóli milli Reynikeldu og Kross. Ólöf var auðkona; í túninu á Skarði heita Smjördalshólar; þar hafði Ólöf smjörskemmur sínar og sjást enn rústir þeirra.