Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Úlfshaugur
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Úlfshaugur
Úlfshaugur
Úlfur sá er Úlfsdali byggði vestan við Siglufjörð bjó á Dalabæ. Hann bað að heygja sig þar sem hann sæi til allra skipa sem ættu leið fyrir Dalalandi. Hann var heygður á sléttri grund þar fram á dalnum, Haugur hans er nokkuð stór og sjást af hönum öll skip og bátar sem fara meðfram Dalalandi, um leið [og] þau fara fram hjá Mánánni sem rennur skammt frá Dalabæ, hvað grunnt sem þau fara undir sjóarbökkunum. Aldrei hefur í Úlfshaug grafið verið.