Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Þóristindur

Úr Wikiheimild

Það er alkunnugt að Ármanns saga segir að Þórir í Þórisdal hafi áður verið í Þóristindi og við hann sé kennt Þórisvatn og Þóristungur. Aðrir segja þar hafi hafzt við sekur maður er Þórir hét. En Gísli bóndi Brynjúlfsson á Flagveltu sagðist hafa heyrt að Jón sál. Espólín hafi átt Rangvellinga sögu og hún segi að þá kristni var lögtekin hafi menn flutt goð sín í tindinn og heiti hann því Þórstindur, þar út af Þórsvatn og Þórstungur, allt umbreytt í „Þóris“ á seinni tímum. Þórisvatn kvað vera fyrir innan tindinn og liggja í ótal bugðum í austurlandnorður og svo stórt að enginn ríði kringum það á sólarhring, þó öllum krókum sé af hleypt, sem verður. Vegurinn kvað víðast vera sléttur sandur.[1]

  1. Sunnan tindinn kvað vera kringlótt vatn, ekki allstórt. [Hdr.]