Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Þiðriksvellir og fleiri örnefni

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Þiðriksvellir og fleiri örnefni

Við Þiðrik nautamann Steingríms trölla[1] eru kenndir Þiðriksvellir. Eitt sinn hvarf honum ein kvíga og fannst hún löngu síðar og náðist í nesi því er Hólmarif heitir, en við þá átta kálfa er af kvígunni höfðu æxlazt er kennd Kálfagróf á Ósdal og Kálfanes, næsti bær við Ós. Við naut Þiðriks er kenndur Nautahjalli fyrir ofan Þiðriksvelli og Nautadalur í suðvestur upp af Þiðriksvöllum.

  1. Steingrímur trölli, forfaðir Odds munks, bjó í Tröllatungu. [Hdr.].