Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Þrasaborgir
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Þrasaborgir
Þrasaborgir
Efst uppi á Lyngdalsheiði standa hólar nokkrir háir mjög og hallar heiðinni út frá þeim á alla vegu. Hólar þessir heita Þrasaborgir og er mælt að þeir sem land áttu að heiðinni hafi þar barizt á fleti þeim er liggur vestan undir hólunum og Stríðsflötur heitir. Þar voru þeir bóndinn frá Efra-Apavatni, Klausturhólum, Búrfelli og Efribrú og unnu þeir sigur á bændunum frá Neðra-Apavatni, Björk, Neðribrú og Kaldárhöfða. Nú eiga hinir síðartöldu bæir ekkert land að Þrasaborgum, heldur hinir, og á það að hafa haldizt frá þeim tíma sem þessi bardagi var.