Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Ari í Miðhlíð

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Þegar Davíð sýslumaður Scheving bjó í Haga á Barðaströnd var bóndi sá í Miðhlíð sem Ari hét, mjög efnalítill. Helzta eign hans var lítill bátur sem hann réri til fiskjar og vann sér björg með. Einu sinni í ofsaveðri fauk bátur Ara og brotnaði í spón. Litlu síðar finnur Ari sýslumann sem aumkar hann fátæklinginn fyrir missir bátsins. „Ég læt það vera,“ segir Ari, „Jón missti líka mikið af heyi.“ – Jón sá var mótbýlismaður Ara í Miðhlíð.