Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Bergsteinn blindi og Andrarímur

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Bergsteinn blindi og Andrarímur

Það er sagt frá því um Andrarímur enar gömlu að Bergsteinn blindi hafi kveðið (ort) þær eina jólanótt. Menn halda þær séu gjörsamlega undir lok liðnar og hefi ég heyrt einungis eitt erindi úr þeim:

Það var högg hann Högni gaf,
hinn þurfti ekki fleiri,
sextán gaddar sukku á kaf,
sú var skeinan meiri.

Um Bergstein var þessi vísa gerð:

Hann í staðinn hafi það,
honum verði aldrei rótt,
sem Andrarímur allar kvað
fyrir embættið á jólanótt.