Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Blákápa
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Blákápa
Blákápa
Hún bjó á Barði í Fljótum og átti sel fram á Lá(g)heiði. Hún hlóð garð yfir þvert Barðið og sést enn til hans. Á þeim garði gekk hún yfir á Holtshyrnu á hverju máli og fram fjallasöðla fram á Lá(g)heiði; mun sá vegur vera full hálf þingmannaleið. Sagt er að Blákápa hafi hengt lykla sína á klettasnös í Hestfjallinu í Héðinsfirði, en belti sitt og silfurbúning á Holtshyrnu, og má að frjálsu eiga sem náð getur og gengur aftur á bak Blákápugarð yfir þvert Barðið norður á Holtshyrnu.