Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Blóti

Úr Wikiheimild

Svo er mælt að Blanda hafi í fornöld runnið í stokki einum eftir dalnum og væri hvergi vað á henni þangað til Véfreyður (?) var fenginn til að blóta til vaðs á Blöndu; þá varð vað á henni og var það kallað Blóti, og er enn vað á ánni er svo heitir. Vað þetta er undan Hlíðarskriðum þar sem vegurinn liggur upp í skriðurnar að utanverðu. Er þar fyrst hylur sem líka heitir Blóti, en vaðið er framanvert við hylinn. Segja menn að vaðið Blóti hafi fyrst þar verið sem nú er hylurinn og sést þar að gata á klöpp er stendur fram við hylinn.