Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Geirmundur Heljarskinn

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Hann er kallaður göfgastur allra landnámsmanna á Íslandi. Hjá Skarði á Skarðsströnd er kelda ein mjög djúp sem heitir Andarkelda; þar er sagt að Geirmundur hafi látið í fé mikið. Margar sögur eru um það á seinni tímum að tilraunir hafi verið gjörðar að ná fénu, en allar hafa þær mistekizt eins og vant er. Ennfremur er það í mæli að Geirmundur hafi látið belti sitt og hníf upp á Dranginn milli Skarðs og Grafa, en hann er svo snarbrattur hamrastapi að vart er þar nokkrum manni fært upp að komast til að ná gripum þessum.

Séra Friðrik segir svo í sóknalýsingu sinni að Herdís kona Geirmundar sé grafin undir Illþurrkudys á Skarðinu og við hana sé kennt Harísargil sem fellur ofan hjá Illvita mili Barms og Hvarfsdals og sé það sögn manna að Herdís hafi falið fé í Harísargili líkt og Geirmundur í Andakeldu.