Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Geitavík

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Geitavík

Það eru munnmæli að bærinn dragi nafn af því að þegar Gunnar Þiðrandabani hljóp undan Droplaugarsonum hafi hann fundið Austmenn í Gautavíkinni og beðið þá ásjár. En þeir kváðust ei þora; þá sagði Gunnar: „Lítilmannliga fer yður og eruð þér geitur miklar.“